©   1994 - 2013   Jón Ingvar Jónsson Upphafssíða

B r a g f r æ ð i
Skýringar og heimildir

Allt frá árinu 1994 hef ég ofið minn bragfræðivef. Nú, á þorra árið 2000, hef ég enn bætt og leiðrétt þennann vef nokkuð.

Ég hef reynt að gera síðurnar þannig úr garði, að sem flestir geti lesið þær. Þess vegna hef ég forðast aðferðir, sem krefjast nýjustu forrita, til að gera síðurnar aðgengilegar.

Þau rit sem ég hef helst stuðst við eru þessi:

Hannes Pétursson: Bókmenntir, Alfræði Menningarsjóðs, Rvk. 1972
Sveinbjörn Beinteinsson: Bragfræði og háttatal, Rvk. 1953
Óskar Ó. Halldórsson: Bragur og ljóðstíll, Rvík 1972
Helgi Sigurðsson: Safn til bragfræði íslenzkra rímna að fornu og nýju, Rvík 1891
Snorri Sturluson: Edda, í búningi Guðna Jónssonar, Akureyri 1954

Heimildirnar sem liggja að baki kveðskapnum, sem á þessum síðum birtist, hirði ég lítt um að nefna, enda er hann sóttur úr fjölmörgum áttum.

Ef svo slysalega hefur tekist til, að ekki sé í hvívetna rétt sagt frá, vil ég slá sama varnagla og Ari prestur Þorgilsson og ítreka, að skylt er að hafa það frekar er sannara reynist.

Á þorra 2000,

Jón Ingvar Jónsson
©   1994 - 2010   Jón Ingvar Jónsson