©   1994 - 2013   Jón Ingvar Jónsson Rímnahættir  Bragorðaskrá  Upphafssíða

B r a g f r æ ð i
Stikluvik

Stikluvik er einhver sérkennilegasti rímnahátturinn og blær hans er afar skemmtilegur. Fyrsta, þriðja og fjórða ljóðlína samanstanda af fjórum bragliðum og eru stýfðar og mynda allar karlrím. Önnur ljóðlína er aðeins þrír bragliðir og er ekki stýfð og því sex atkvæði og í henni er ekkert rímorð í hættinum óbreyttum og því er talað um vik.

Aftur / hljóma / lögin / ljúf,
lengja / tekur / daginn.
Vísu / ritar / höndin / hrjúf.
Hugur / dvelst við / rímna/stúf.
Sveinbjörn Beinteinsson

©   1994 - 2010   Jón Ingvar Jónsson