©   1994 - 2013   Jón Ingvar Jónsson Rímnahættir  Bragorðaskrá  Upphafssíða

B r a g f r æ ð i
Skammhenda

Í skammhendu eru fjórar ljóðlínur og af þeim eru sú önnur og sú fjórða stýfðar. Rímskipan skammhendu er víxlrím, þannig að fyrsta og þriðja ljóðlína annars vegar og önnur og fjórða ljóðlína hins vegar, ríma saman. Stuðlasetning er hefðbundin, þannig að annar stuðullinn verður að vera í þriðja braglið fyrstu og þriðju ljóðlínu og höfuðstafur í fyrsta braglið annarar og fjórðu braglínum.

Frábær/lega / fögur / var hún,
Fallega/-Manga / hét;
fyrir / mig á / borðið / bar hún
brauð og / hangi/ket.
Káinn (Kristján Níels Jónsson)

©   1994 - 2010   Jón Ingvar Jónsson