©   1994 - 2013   Jón Ingvar Jónsson Bragorðaskrá  Upphafssíða

B r a g f r æ ð i
Rímnahættir

Rímnahættir eru hér taldir alls nítján og eru af þeim til nær óteljandi afbrigði. Þríliðir koma ekki fyrir í rímnaháttum og forliðir koma eingöngu fyrir, sem hluti rímnaháttar, í stöku dverghendum og úrkastsvísum. Ljóðlínur eru fjórar, þrjár eða tvær og hættirnir eru hér flokkaðir í þeirri röð.

Ferskeytla Draghenda Stefjahrun Stikluvik
Úrkast Dverghenda Gagaraljóð Stafhenda
Samhenda Langhenda Skammhenda Breiðhenda
Nýhenda
 
Braghenda Valhenda Stuðlafall Vikhenda
 
Afhending Stúfhenda

Til glöggvunar á hinum ýmsu rímafbrigðum er hendingalykill á þessum síðum.

Fyrsta ríman, svo vitað sé, Ólafs ríma Haraldssonar eftir Einar Gilsson, var ort á seinni hluta fjórtándu aldar. Yngsti rímnahátturinn varð til á nítjándu öld og enn í dag eru ortar rímur.

©   1994 - 2010   Jón Ingvar Jónsson