©   1994 - 2013   Jón Ingvar Jónsson Ýmis kveðskapur  Upphafssíða

B r a g f r æ ð i
Blautlegur kveðskapur

Í blautlegum kveðskap sækja höfundar efniviðinn yfirleitt niður fyrir þind. Þegar svo er ekki er athyglinni beint niður fyrir þind með tvíræðni. Blautlegur kveðskapur er yfirleitt all kátlegur og haglega gerður.

Ekki má blanda saman blautlegum kveðskap og klúrum. Klúr kveðskapur er yfirleitt saman settur klúryrðanna vegna og lítt fallinn til þess að brosa að honum. Oftast er hann einnig fullur af braglýtum og ólistrænn í alla staði.

Ortar hafa verið óteljandi blautlegar vísur og fjölmörg blautleg kvæði og rímur. Hér verður látið nægja að birta örfá dæmi sem engann ættu að styggja:

Blautlegar vísur úr ýmsum áttum
Söngur fyrir Venus Minni eftir Bólu-Hjálmar
Hannesarríma eftir Erling Jóhannesson frá Hallkelsstöðum
©   1994 - 2010   Jón Ingvar Jónsson